Gengið til góðs í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í Smáralind að s…
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í Smáralind að safna fyrir Rauða krossinn í söfnunarátakinu Göngum til góðs 2014.
Vel gekk að safna í Kópavogi  í söfnunarátaki Rauða krossins, Gengið til góðs, sem fram fór um helgina. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, lögðu söfnuninni lið með því að mæta í Smáralind á föstudag. Í Kópavogi var líkt og annars staðar bæði safnað á fjölförnum stöðum og gengið í hús.  Enn er hægt að leggja söfnuninni lið.

Hægt er að hringa í síma 904 1500 og leggja inn 1.500 krónur, 904 2500 og leggja inn 2.500 krónur eða 9045500 og leggja inn 5.500 krónur. Einnig má leggja inn á söfnunarreikning Rauða krossins ( 0342 – 26 – 12, kt. 530269-2649). Þá má ná sér í söfnunarapp Rauða krossins.

Að þessu sinni var safnað fyrir innanlandsverkefnum Rauða krossins sem eru af ýmsum toga, kaup og rekstur sjúkrabíla, rekstur hjálparsíma Rauða krossins og fleira.