Gengið um Hlíðargarð

Hlíðargarður í Kópavogi er milli Lindarhvamms og Hliðarhvamms.
Hlíðargarður í Kópavogi er milli Lindarhvamms og Hliðarhvamms.

Þriðjudaginn 24.júní verður gengið um Hlíðargarð undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og Guðríðar Helgadóttur formanns Garðyrkjufélags Íslands.

Gangan hefst klukkan 17.00 og er mæting við tjörnina í Kópavogslæk, vestast við Fífuhvamminn. Þaðan verður gengið yfir í Hlíðargarð.

Gangan er hluti af garðagöngum víðsvegar um land í sumar, í tilefni af 140 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands. Hún er líka hluti af ýmsum viðburðum á vegum Kópavogsbæjar á sjötugasta afmælisárinu.