Gerðarsafn opið 17. júní

Gerður Helgadóttir
Gerður Helgadóttir

Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn verður opið 17. júní frá kl. 11:00 til 17:00. Þar stendur nú yfir 20 ára afmælissýning safnsins. Á sýningunni eru verk úr safneign eftir Barböru Árnason, Gerði Helgadóttur, Magnús Á. Árnason og Valgerði Briem. Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur eru sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval.

Á túninu fyrir framan safnið verður skemmtidagskrá í tilefni 17. júní.

Hestamannafélagið Sprettur teymir undir börnin og Skapandi sumarhópar úr Molanum verða með ýmsar uppákomur, andlitsmálun og fleira.

Tilvalið er að nýta tækifærið og skoða safneign Gerðarsafns. Safnið var opnað árið 1994 og er það þriðja stærsta safn landsins.

Hægt er að leggja bílum í bílastæðahúsinu beint á móti Gerðarsafni eða vestan megin við safnið.

Sýningin stendur til 27. júlí.

Gerðarsafn.