Vefur Kópavogsbæjar eins og hann birtist þegar smellt hefur verið á táknið efst í hægra horni. Þessi birtingarmynd auðveldar sjóndöprum að nota vefinn.
Kópavogsbær fékk viðurkenningu fyrir gott aðgengi á vef á Íslensku vefverðlaunum sem veitt voru síðastliðinn föstudag.
Dómnefnd Íslensku vefverðlaunna 2016 veitti fjórar viðurkenningar fyrir fagleg vinnubrögð en þessar viðurkenningar voru veittar í fyrsta skipti þetta árið. Viðurkenning fyrir gott aðgengi var veitt í samstarfi við Birki Gunnarsson sérfræðingi í aðgengismálum.
Vefur Kópavogsbæjar var tilnefndur í flokknum Opinberi vefur ársins.
Úrslit Íslensku vefverðlaunanna.