Götuheiti í Vatnsendahvarfi

Lóðir í nýju hverfi verða auglýstar 2024.
Lóðir í nýju hverfi verða auglýstar 2024.

Tólf nýjar götur í Vatnsendahvarfi hafa fengið heiti en þær eru í nýju íbúðahverfi sem senn rís í Kópavogi.

Aðkoma að hverfinu er eftir núverandi Kambavegi og þar sem um er að ræða áframhald af veginum í gegnum hverfið er gert ráð fyrir að nafn hans haldist óbreytt. Göturnar eru í Vatnsendahvarfi og í samræmi við það var talið best að þær hafi endinguna -hvörf.

Leitast var við að götuheitin væru í stafrófsröð frá suðri til norðurs (að Turnahvarfi) og að upphafsstafir götuheita væru ekki þegar í notkun fyrir götuheiti sem enda á -hvarf í hverfinu.

Eftirfarandi götuheiti eru lögð til: Hallahvarf, Háahvarf, Heiðarhvarf, Hlíðarhvarf, Hæðarhvarf, Roðahvarf, Skólahvarf, Skírnishvarf, Skyggnishvarf, Skýjahvarf, Sólarhvarf og Stöðvarhvarf.

Götuheitið vísa í umhverfi og sögu svæðisins, sem dæmi mun skóli rísa í Skólahvarfi og Stöðvarhvarf vísar til húsnæði útsvarpssendistöðvarinnar sem stóð efst á Vatnsendahæð.

Þess má geta á á nýju ári verða lóðir í hinu nýja hverfi auglýstar. Þar er stefnt á að rísi 500 íbúðir í sérbýli og fjölbýli.

Vatnsendahvarf  götuheiti