Greiðsla frístundastyrks á haustönn

Blaknet í dalnum
Blaknet í dalnum

Börn á aldrinum fimm til átján ára, fædd 1996 til 2009, fengu 1. september síðastliðinn frístundastyrk að upphæð 15.000 krónur til ráðstöfunar á haustönn 2014. Ganga þarf frá  greiðslu æfingagjalda og þar með nýtingu frístundastyrksins fyrir 31. desember næstkomandi.

Styrkinn má nýta hjá því félagi sem viðkomandi iðkandi æfir hjá. Ef styrkur  er ekki nýttur fyrir 31. desember næstkomandi fellur hann úr gildi.

Iðkendur sem stunda tómstundir og íþróttir utan Kópavogs en eiga lögheimili í bæjarfélaginu, þurfa að sækja styrkinn í þjónustuver Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð. Með framvísun greiðslukvittunar fyrir viðkomandi grein verður styrkurinn greiddur út. Ef greiðslukvittun hefur ekki verið skilað í þjónustuver bæjarins fyrir 31. desmber n.k., fellur styrkurinn úr gildi.

AthugIð að þetta á eingöngu við þá sem ekki hafa nýtt styrkinn nú þegar á haustönn. 

Sjá nánari upplýsingar hér