Greiðsla makalauna

Logo
Logo

Vegna umfjöllunar um greiðslu makalauna sem Kópavogsbær innti af hendi vegna andláts starfsmanns árið 2012 vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri:

Makalaun (lausnarlaun) eru greidd til eftirlifandi maka samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Í þessu tilviki er um að ræða kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara, með gildistímann 1. maí 2011 til 31. mars 2014.

Í ákvæði 13.2.5. er fjallað um makalaun. Þar kemur meðal annars fram: Makalaun eru greidd ef hinn látni var í hjúskap, staðfestri samvist, skráðri sambúð eða sambúð sem má jafna til hjúskapar samkvæmt skilgreiningu almannatryggingarlaga.

Skýrt kemur fram að greiðslur sem þessar eru einungis greiddar til eftirlifandi maka en ekki til dánarbús viðkomandi.

Kópavogsbær féllst á að greiða makalaun að undangenginni rannsókn og á grundvelli upplýsinga sem lagðar voru fram vegna málsins og sýndu fram á réttmæti kröfu sem gerð var f.h. eftirlifandi maka.

Við útgreiðslu makalaunanna stóð Kópavogsbær skil á sköttum líkt og við hefðbundna launagreiðslu.

 Starfsfólk Kópavogsbæjar gætir þess að hafa fagmennsku að leiðarljósi í sínum störfum og á það við í þessu máli eins og öðrum.