Greining á fasteignamarkaði í Kópavogi

Fannborg 2
Fannborg 2

Nægilegt framboð er af leiguhúsnæði í Kópavogi næstu þrjú árin, þó að skortur sé á því á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu á fasteignamarkaði í Kópavogi sem Capacent hefur unnið fyrir Kópavogsbæ. 

Í greiningunni kemur fram að margt bendi til þess að fasteignamarkaðurinn taki við sér á næstu mánuðum, eiginfjárstaða hefur batnað og kaupverð hefur farið hækkandi. Fram kemur að tekjulægri leigjendur greiða hærra hlutfall af ráðstöfnunartekjum í húsnæði en þeir sem eru í eigin húsnæði.

Þá segir að grundvöllur sé tekinn að myndast fyrir nýbyggingar fjölbýlishúsa en kaupverð styðji ekki frekari uppbyggingu á sérbýli.

Í  Kópavogi er eftirspurn umfram framboð af íbúðum sem eru 70-90 fermetrar að stærð og 120 til 150 fermetrar. Alls staðar á höfuðborgarsvæðinu er eftirspurn umfram framboð á íbúðum með tveimur svefnherbergjum, bara í Kópavogi er líka eftirspurn umfram framboð á íbúðum með fleiri en fimm svefnherbergi.      

Þá er hátt hlutfall fólks á aldrinum 25 til 44 ára sem vill flytja í Kópavog í næstu flutningum.

Greiningin var unnið af Capacent, upp úr skýrslum og almennum upplýsingum auk þess sem svara var leitað hjá íbúum. Skýrslan er sambærileg þeirri sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og kynnt í mars.

Hér má lesa greininguna.

  •