Gríðarlega góð aðsókn að Safnanótt

Börnin hlýða á sögur
Börnin hlýða á sögur

Aðsóknarmet var slegið á Safnanótt í Kópavogi sl. föstudag enda var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Opið var frá klukkan 19:00 til miðnættis í söfnum bæjarins. Á þessum tíma komu rúmlega átta hundruð manns í Safnahúsið, þar sem eru Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs og um sex hundruð manns í Tónlistarsafn Íslands. Álíka fjöldi kom við í Gerðarsafni,  Héraðsskjalasafni Kópavogs og Molanum, ungmennahúsi bæjarins.

Safnanótt er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en tilgangurinn er að vekja athygli á því mikla starfi sem fram fer í söfnum á svæðinu.

Þetta var í tíunda sinn sem Safnanótt var haldin en í fimmta sinn sem menningarstofnanir Kópavogsbæjar taka þátt.