Gróður við lóðarmörk

Íbúar eru hvattir til að huga að gróðri við lóðarmörk.
Íbúar eru hvattir til að huga að gróðri við lóðarmörk.

Íbúar eru hvattir til að huga að gróðri við lóðarmörk og klippa trjágróður frá stéttum og stígum.

Gróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur þrengt að umferð og nauðsynlegri þjónustu á göngustígum, gangstéttum og götum og dregið úr öryggi vegfarenda. Þá þarf að snyrta gróðurinn þannig að allir komist ferða sinna án hindrana. Einnig þurfa umferðarmerki að sjást vel og gróður má ekki byrgja götu- og stígalýsingu.

Lóðarhafa er samkvæmt byggingarreglugerð skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka.

Ábendingum um trjágróður sem er „til vandræða“ skal koma á framfæri með að senda inn ábendingu á ábendingavef Kópavogsbæjar af heimasíðu Kópavogs – www.kopavogur.is/is/abendingar

Sýnum tillitssemi og klippum trjágróður frá stéttum og stígum.