Niðurstöður hraðamælinga gerðar aðgengilegar

Kópavogsbær framkvæmir hraðamælingar ef íbúar óska eftir því.
Kópavogsbær framkvæmir hraðamælingar ef íbúar óska eftir því.

Niðurstöður hraðamælinga í Kópavogi hafa verið gerðar aðgengilegar í korti sem sýnir meðal annars meðalhraða, fjölda bíla og stöðu aðgerða.

Niðurstöðurnar eru litakóðaðar og gefur liturinn til kynna hvort þær eru innan marka (græn), þarfnist skoðunar (gul) eða krefjist aðgerða (rauð).

Skoða niðurstöður hraðamælinga

Kópavogsbær framkvæmir reglulega hraðamælingar á götum bæjarins með það að leiðarljósi að fá betri sýn yfir aðstæður og meta hvort aðgerða sé þörf sem aukið gæti umferðaröryggi.

Umferðamælingar eru framkvæmdar bæði vegna ábendinga frá íbúum og skipulagsmála bæjarins. Ef send er inn ábending fær sendandi staðfestingu og getur fylgst með niðurstöðu mælingarinnar á vefnum.

Gatnadeild nýtir niðurstöðurnar til þess að forgangsraða aðgerðum sem dregið gætu úr hættu á slysum.

Gögn eru uppfærð reglulega og hægt er að skoða mælingasögu fyrir hverja götu. Markmiðið er að tryggja gagnsæi, veita einfaldar og skýrar upplýsingar og gera íbúum kleift að fylgjast með hraða og aðgerðum í sínu hverfi.

Verkefnið er hluti af umbótum í stjórnsýslu Kópavogs. Nánar