Hámarkshraði lækkar í 30 km/klst á Kópavogsbraut milli Skjólbrautar og Suðurbrautar.
Hámarkshraði á Kópavogsbraut á milli Skjólbrautar og Suðurbrautar verður lækkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst.
Á næstu dögum munu starfsmenn Kópavogsbæjar setja upp þrengingar og merkingar á Kópavogsbraut og Urðarbraut við Sundlaug Kópavogs sem afmarka það svæði þar sem hámarkshraðinn er 30 km/klst. Kópavogsbær beinir þeim tilmælum til ökumanna að virða hámarkshraðann á þessu svæði sem mikið af skólabörnum eiga leið um.
Breytingin var samþykkt í Bæjarstjórn Kópavogs 8. janúar.