Hamraborg Festival 25. - 27. ágúst

Hamraborg Festival verður haldin 25. - 27. ágúst.
Hamraborg Festival verður haldin 25. - 27. ágúst.

Hamraborg Festival fer fram dagana 25. - 27. ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega þáttöku.

Á hverju ári eru á dagskrá myndlistarsýningar, viðburðir, gjörningalistaverk, tónleikar, upplestur, sýningar, dansverk, götulist og vinnustofur sem eru öllum opnar. Allar sýningar fara fram í Hamraborgarhverfinu þar sem verslanir, skrifstofur, almenningsstaðir, barir og veitingastaðir breytast í sýningarrými í viku. 

Hamraborg Festival er árleg hátíð sem haldin hefur verið frá árinu 2021 en hátíðin spratt út frá sýningarrýminu Midpunkt sem rekið hefur verið af listamönnum í Hamraborg síðan 2018. Hátíðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.

 

Sjá dagskrá

 

Nánar:

Hamraborg Festival 2023 haldið dagana 23. - 30. ágúst

Hátíðin Hamraborg festival verður haldin í þriðja sinn dagana 23. - 30. ágúst. Sýningar hátíðarinnar verða opnar í vikunni 23. - 30. ágúst en formleg dagskrá hátíðarinnar hefst 25. ágúst og stendur fram á sunnudaginn 27. ágúst. Allir viðburðir og sýningar hátíðarinnar eru staðsettar í Hamraborg í hjarta Kópavogs, meðal annars á Catalínu, Gerðarsafni, Euromarket, Krónunni og Bókasafni Kópavogs og kostar ekkert inn á viðburði hátíðarinnar.

Hamraborg Festival er árleg hátíð sem haldin hefur verið frá árinu 2021 en á hátíðinni er lögð áhersla á myndlist, staðbundin verk (e. site specific), gjörningalist og þátttöku nærumhverfisins. Hátíðin spratt út frá sýningarrýminu Midpunkt sem rekið hefur verið af listamönnum í Hamraborg síðan 2018. Hátíðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.

Í ár taka yfir 30 listamenn þátt í hátíðinni en þar á meðal eru myndlistarmenn, sviðslistafólk, hljómsveitir og myndasöguhöfundar. Þáttakendur hátíðarinnar í ár koma víða að en hingað til lands er von á listamönnum frá m.a. Japan, Finnlandi og Póllandi sem koma hingað sérstaklega til að taka þátt í hátíðinni. Meðal þeirra listamanna sem taka þátt eru Úlfur Eldjárn, Ásrún Magnúsdóttir & Benni Hemm Hemm, Mio Hanaoka and Onirisme Collectif (Japan), Elísabet Birta Sveinsdóttir, Egill Logi Jónasson, Miukki Kekkonen (Finland) og Fræbbblarnir.

Viðburðir hátíðarinnar í ár eru með einstaklega fjölbreyttu sniði en í dagskránni má meðal annars finna myndlistarsýningar, kórverk, finnska myndasögusýningu og tónleika. Einn viðamesti viðburður hátíðarinnar í ár er samstarfsverkefni sex japanskra og íslenskra listamanna undir formerkjum Onirisme Collectif sem er næturlangur gjörningur þar sem áhorfendum er boðið í sameiginlega draumaupplifun. Samhliða hátíðinni verða einnig haldnar vinnusmiðjur sem höfða til allra aldurshópa m.a. smiðja skynjunarleikir fyrir börn, matreiðslusmiðja þar sem hráefni úr Hamraborg eru nýtt og myndasögudagbókasmiðja.

 

Heimasíða Hamraborg Festival