Hamraborgin römpuð upp

Rampur númer 200 tekinn í notkun í Hamraborg við mikla ánægju gesta.
Rampur númer 200 tekinn í notkun í Hamraborg við mikla ánægju gesta.

Rampur númer 200 í verkefninu Römpum upp Ísland var tekinn formlega í notkun í Hamraborg í Kópavogi í dag. 

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að rampa upp Hamraborgina en lögð er áhersla á það í verkefninu að setja rampa við staði þar sem mannlíf er mikið og bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum.

Vígslan fór fram við húsnæði Reynis bakara í Hamraborg og tóku þeir bræður Henry og Þorleifur Reynissynir á móti gestum.

Valdimar F. Valdimarsson tók að sér formlega opnun á rampinum, en Valdimar sem vinnur í grennd við Hamraborgina, á bæjarskrifstofum Kópavogs, fer ferða sinna í hjólastól og nýtur góðs af bættu aðgengi í götunni, rétt eins og aðrir hreyfihamlaðir.

Þá tók Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs til máls og Björg Baldursdóttir formaður velferðarráðs sömuleiðis. Þær fögnuðu áfanganum og bættu aðgengi í í Hamraborginni. Þess má geta að samhliða römpun Hamraborgarinnar hefur Kópavogsbær unnið að ýmis konar lagfæringum í Hamraborg, með það markmiði að bæta aðgengi í götunni. Ljúfir tónar frá Snorra Sigurðssyni og Hauki Gröndal settu svo svip sinn á athöfnina.

Þús­und rampar verða settir upp á næstu fjór­um árum á land­inu öllu í verkefninu Römpum upp Ísland sem hef­ur þann mik­il­væga til­gang að greiða að­gengi hreyfi­haml­aðra að þjón­ustu, af­þrey­ingu og þátt­töku og stuðl­ar þannig að auknu jafn­rétti allra. 

Stofn­að­ur var sjóð­ur með að­komu fyr­ir­tækja og að­ila sem stend­ur straum af kostn­aði fyr­ir versl­un­ar- og veit­inga­húsa­eig­end­ur.

Ramp­ar eru sett­ir upp í góðu sam­starfi eig­enda bygg­inga og skipu­lags­yf­ir­valda í hverju sveit­ar­fé­lagi. Har­ald­ur Þor­leifs­son stjórn­andi hjá Twitter og stofn­andi hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ueno er hvata­mað­ur verk­efn­is­ins.