Handavinnudagur í Boðanum

Gleðin ríkti á hönnunardegi í Boðanum.
Gleðin ríkti á hönnunardegi í Boðanum.

Handavinnudagur var haldinn í félagsmiðstöðinni Boðanum í síðustu viku.  Þar komu saman handavinnuhópar úr öllum félagsmiðstöðvunum. Skeggrætt var um saumaspor og prjónauppskriftir og skemmtu konur og einstakir karlar sér hið besta.

Boðið var upp á fyrirlestur um náttúrulitun og íslenskan útsaum frá Heimilisiðnaðarskólanum. Eftir hádegið var síðan tekið til við handavinnu af ýmsu tagi.

Handavinna í félagsmiðstöðvum Kópavogs er öllum opin sem eru búsettir í Kópavogi

Þar fer fram mismunandi vinna með handverk t.d. prjón, hekl, útsaum, perlusaum og hvaðeina það sem hver og einn hefur áhuga á.

Í félagsmiðstöðvunum er einnig prjónað fyrir hjálparsamtök fyrir þá sem hafa áhuga á því.  

Að vori er svo farið í eina sameiginlega vorferð þar sem skoðað er ýmiss konar handverk í nágrenni höfuðborgarinnar. Um kvöldið borða svo allir saman.

Handavinnuleiðbeinandinn, Guðlaug Rafnsdóttir, er á eftirfarandi stöðum:

Mánudaga fyrir hádegi: Gjábakki

Mánudaga eftir hádegi:  Gullsmári

Þriðjudaga allann daginn í Boðanum

Miðvikudaga allann daginn í Gjábakka

Fimmtudaga allann daginn í Gullsmára

Fleiri myndir frá handavinnudeginum má finna á Facebook-síðu Kópavogsbæjar.