Hátíðardagskrá 17. júní

Ung stúlka nýtur blíðunar á Rútstúni þann 17. júní
Ung stúlka nýtur blíðunar á Rútstúni þann 17. júní

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður í Kópavogi á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní. Skrúðgangan leggur af stað frá Menntaskólum í Kópavogi kl. 13:30 og verður gengið að Rútstúni þar sem við tekur hátíðardagskrá. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri flytur þar ávarp, fjallkonan fer með ljóð og nýstúdent flytur hugleiðingar unga fólksins. Rúsínan í pylsuendanum eru útitónleikar á Rútstúni um kvöldið. Þeir hefjast kl. 19:30 og standa til kl. 22:00.

Dagskráin er sem hér segir:

10:00-12:00: Pallbílar frá Kópavogsbæ aka um með brassband Skólahljómsveitar Kópavogs og vekja íbúa bæjarins á þessum hátíðardegi.

10:00-11:00: 17. júní hlaup fyrir börn í 1.-6. bekk á Kópavogsvelli. Allir fá verðlaunapening.

13:30: Skrúðganga frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni. Skátafélagið Kópar og Skólahljómsveit Kópavogs. Nýstúdent og Fjallkona leiða gönguna. 

14:00-18:00: Hátíðar- og skemmtidagskrá á Rútstúni

Kynnir: Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi.

Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir stjórn Össurar Geirssonar.

Bæjarstjóri Ármann Kr. Ólafsson flytur ávarp.

Nýstúdent flytur ræðu

Fjallkona flytur ljóð

 

Á Sviðinu:

Solla stirða og Íþróttaálfurinn

Eyþór Ingi

Björn Thoroddsen, aleinn og óstuddur

Sveppi skemmtir

Dansatriði frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar

Lára Rúnars og hljómsveit

Dagur Sig og hljómsveit

 

Á túninu og víðar:

Götuleikhús Kópavogs flytur barnaleikrit.

Skapandi sumarhópar úr Molanum standa fyrir fjölbreyttum uppákomum.

Leiktæki, hoppukastalar, veltibíll, andlitsmálun og fleira.

Íþróttafélögin verða með söluskála á Rútstúni og vöflusölu í Sundlaug Kópavogs.

Glæsilegur handverksmarkaður.

 

Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður við enda Vallargerðisvallar.

Sveitin sýnir tæki og búnað auk þess að sinna sjúkragæslu, bjóða upp á klifurvegg og fleira.

 

15:00-18:00: Hátíðarkaffi í félagsmiðstöðinni Gjábakka.

Söngvararnir Davíð og Stefán og tónlistarhópar frá skapandi sumarstörfum.

 

19:30: Útitónleikar á Rútstúni

Fjöltengi

Cleetus the Fetus

Retro Stefson

Helgi Björns og Reiðmenn vindanna