Haustfrí í skólum Kópavogs

Á Bókasafni Kópavogs.
Á Bókasafni Kópavogs.

Vegna haustfrís verður lokað í skólum Kópavogi föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október. Ýmislegt er í boði fyrir skólanemendur og foreldra í fríi í Kópavogsbæ. Söfnin á menningartorfunni eru áhugaverð fyrir börn á öllum aldri og sundlaugar sívinsæl afþreying.

Í Bókasafni Kópavogs verður sögustund fyrir sex til sjö ára mánudaginn 20. október klukkan 11 og klukkan 14 í barnadeildinni á þriðju hæð. Þar er einnig  stórskemmtileg bangsagetraun í gangi en dregið verður um vinninga þann 27. október.

Bókasafn Kópavogs er opið eins og vant er alla daga nema sunnudaga, sjá bokasafnkopavogs.is.

Nátttúrufræðistofa Kópavogs er eina eina náttúrugripasafn höfuðborgarsvæðisins sem opið er almenningi, þar er að þar er að finna fjölbreytt úrval náttúrugripa, með áherslu á jarðfræði Íslands og íslensk dýr. Þar eru einnig stór fiskabúr með lifandi ferskvatns- og sjávarlífverum. Opið er alla daga nema sunnudaga og er aðgangur ókeypis, sjá natkop.is.

Í Gerðarsafni stendur nú yfir sýningin Markmið VI auk sýningar á verkum Gerðar Helgadóttur sem safnið er kennt við. Frítt er fyrir börn yngri en átján á Gerðarsafn. Opið er alla daga nema mánudaga, sjá gerdarsafn.is.

Í Salnum er fjölbreytt dagskrá sem fyrr. Nánar á salurinn.is

Sundlaugarnar í Kópavogi státa báðar af mjög góðri aðstöðu og eru tilvalin afþreying fyrir fyrir fjölskyldur í fríi. Opið er alla daga, á virkum dögum frá 6.30 til 22.00 og frá 8.00 til 18.00 um helgar.