Haustlitaganga

Tré sem skartar hinum fögru haustlitum
Tré sem skartar hinum fögru haustlitum

Þriðjudaginn 9. október kl. 17:30 - 19:00 standa Kópavogsbær og Garðyrkjufélag Íslands  fyrir fræðslugöngu um trjásafnið í Meltungu í Kópavogi, austast í Fossvogsdal, þar sem áherslan verður á gróður að haustlagi. Gangan hefst kl. 17:30 og lýkur um kl. 19:00.

Gangan hefst kl. 17:30 neðst í Kjarrhólma. Leiðsögumenn verða Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

 

Athugið að fyrir þá sem ekki þekkja til er auðveldast að finna Kjarrhólma á korti hjá http://www.ja.is. Fjallareynir trjásafninu.

 

                                                                                             

Haustlitagangan er liður í samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélagsins.