- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður og hönnuður er heiðurslistamaður Kópavogs 2016 til 2017. Bæjarlistamaður er Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari. Valið var kynnt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs tilkynnti um valið á listamönnunum og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Auður Sigrúnardóttir, varaformaður lista- og menningarráðs, afhentu listamönnunum viðurkenningu.
Kristín Þorkelsdóttir starfaði við grafíska hönnun í áratugi, var hönnunarstjóri allra núgildandi peningaseðla Íslands, hannaði vegabréfið og fjöldann allan af vöruumbúðum, bókakápum og merkjum. Hún hóf feril sem listmálari árið 1984 og hefur meðal annars fengist við landslagstengdar myndir og portrett.
Með vali á heiðurslistamanni er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann Kópavogs frá árinu 1988.
Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari var valinn bæjarlistamaður Kópavogur. Ásgeir er einn fremsti og fjölhæfasti gítarleikari Íslands. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur og leikið inn á hátt í 100 hljómplötur. Þá hefur Ásgeir einnig verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir eigin tónsmíðar. Ásgeir hefur lagt rækt við flutning Balkantónlistar og mun í haust heimsækja alla skóla Kópavogs og flytja tónlist frá Balkanskaga ásamt félögum sínum.
Þetta er í þriðja sinn sem valinn er bæjarlistamaður Kópavogs en tilgangur með vali á bæjarlistamanni er að fá öflugan listamann til þess að sinna menningarfræðslu í Kópavogi í samstarfi við Menningarhús Kópavogs.