Heilsa og líðan í forvarnarviku

Vel sóttur fyrirlestur í Molanum í Kópavoginum.
Vel sóttur fyrirlestur í Molanum í Kópavoginum.

Hin árlega forvarnarvika frístundadeildar fór fram í síðustu viku, en yfirskriftin í ár var Heilsa og Líðan. Unglingar úr öllum félagsmiðstöðvum Kópavogs komu saman og hlustuðu á fræðsluerindi  um sjálfsmyndina, heilbrigð og óheilbrigð sambönd og mikilvægi holls matarræðis og hreyfingu. Forvarnarvikan fór einnig fram í félagsmiðstöðvum eldri borgara þar sem fjallað var um mikilvægi næringar og hreyfingu á efri árum og í ungmennahúsinu Molanum  var til umhugsunar rótgrónar hugmyndir um karlmennskuna, með von um að hafa jákvæð áhrif á viðhorf manna til sjálfs síns og stuðla þannig að betri líðan og farsælli samskiptum.