Heimaþjónusta í Kópavogi fellur niður í dag

Velferðarsvið í Fannborg 4-6
Velferðarsvið í Fannborg 4-6

Heimaþjónustan í Kópavogi fellur niður vegna ófærðar í dag. Mikil röskur verður á heimsendum mat en reynt verður til þrautar að sinna þeirri þjónustu.

Nánari upplýsingar verða settar um framvinduna á vef Kópavogsbæjar síðar í dag varðandi morgundaginn en vonast er til að hægt verið að sinna heimaþjónustu þá.

Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er unnið að því að ryðja alla vegi í Kópavogi. Áhersla er lögð á stofnbrautirnar. Ófærð er þó víða mikil og samkvæmt fréttamiðlum varð tuttugu bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi nú fyrir stundu, við Fossvog.

Almannavarnir hafa ráðlagt fólki að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.

Almannavarnir hafa jafnframt brýnt fyrir fólki að sækja ekki börn sín í skólana fyrr en gefin hefur verið tilkynning þar að lútandi. Börnin eru örugg í skólunum. Allir björgunarbílar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilli trafala við björgunarstörf, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum.

In English:

Kopavogur Domestic Service is cancelled today due to bad weather. The schedule for home-delivered meals will be greatly disrupted but all efforts will be put in keeping this service open.

As is stated elsewhere on the website, roads in Kopavogur are currently being cleared. The emphasis will be on clearing the main roads. Many roads are however still blocked and according to the media, there was recently a twenty car crash at Hafnarfjordur-road near Fossvogur.

The Emergency Management has advised people to stay inside unless something very urgent comes up. The police in the capital area has also urged people not to pick up their kids from school until further notice. The children will be safe in their schools. All rescue cars in the capital area are on the move and private vehicles are a great hindrance to rescue workers, according to a police announcement.