Hinsegin málefni til umræðu

Foreldrum og forsjáraðilum er boðið upp á fræðslu.
Foreldrum og forsjáraðilum er boðið upp á fræðslu.

Hinsegin málefni verða rædd á fræðslufundi félagsmiðstöðva í Kópavogi sem haldinn er í tilefni forvarnardagsins 4. október. Fundurinn verður í Salaskóla og hefst klukkan 17.00.

Nánar:

Miðvikudaginn 4. október er Forvarnardagurinn 2023 haldinn hátíðlegur. Í tengslum við hann ætla félagsmiðstöðvarnar í Kópavogi að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra, forsjáraðila og önnur áhugasöm.

Í ár fáum við Margréti Sigurðardóttur uppeldis- og menntunarfræðing frá Verum Góð til þess að ræða hinsegin málefni.

Í fræðslunni verður farið yfir skilgreiningar á hvað er hinsegin, kynsegin, kynhneigð og kynvitund og hvernig við getum unnið markvisst gegn fordómum.

Fræðslan fer fram miðvikudaginn 4. október kl.17:00 í Salaskóla. Frítt inn og heitt á könnunni. 

Fyrir þau sem eiga ekki heimangengt verður boðið upp á fræðsluna í beinu streymi.

Hlekkur á fræðsluna: Click here to join the meeting