Hirðing jólatrjáa

Hirðing jólatrjáa stendur yfir 7.-11.janúar.
Hirðing jólatrjáa stendur yfir 7.-11.janúar.

Kópavogsbær fjarlægir jólatré dagana 7. janúar til og með 11. janúar. Íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að setja trén út fyrir lóðamörk, með jólatrjám nágranna ef kostur er.

Íbúar eru beðnir um að ganga frá trjánum þannig að þau geti ekki fokið. Skoteldaleifar sem komið hefur verið fyrir hjá jólatrjám verða einnig fjarlægðar. Einnig geta íbúar losað sig við jólatré og skotelda á endurvinnslustöðvum Sorpu án þess að greiða förgunargjald.

Athugið að ekki er jólatré eru ekki fjarlægð af Kópavogsbæ eftir 11.janúar.