Hjálpum við sorphirðu

Sorphirðubíll
Sorphirðubíll

Vegna þeirrar miklu snjókomu sem verið hefur viljum við biðja bæjarbúa um að vera duglegir við að moka snjó frá sorpgeymslum. Er þetta til að flýta fyrir sorphirðu í bænum. Einnig viljum við benda á að sorp verður ekki hirt þar sem lausamunir (t.d. kerrum eða bifreiðum) hafa verið settir fyrir sorpgeymslur þannig að ekki er hægt að komast að þeim.

Helstu ástæður þess að seint gengur að losa tunnur eru:

  •  Ekki er búið að moka frá tunnum svo erfitt er að ná í þær.
  • Frosnar hurðar á sorpgeymslum.
  • Bílar eða kerrur standa í vegi fyrir aðgengi að sorptunnum. Í slíkum tilvikum eru sorptunnur ekki tæmdar.