Hluta Smiðjuvegs lokað frá 17.12 til 19.12

Lokun
Lokun

Vegna breytinga á gönguþverun neðst á Smiðjuvegi verður hluta Smiðjuvegs á milli gulrar götu og hringtorgs við Fossvogsbrún lokað á milli kl. 13:00 föstudaginn 17. desember og til kl. 23:00 sunnudaginn 19. desember. Ökumönnum er bent á að aka hjáleið um Nýbýlaveg og Breiðholtsbraut á meðan lokun stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar framkvæmdaaðila.

Smiðjuvegur lokaður að hluta