Hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.

17 óska eftir þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.
17 óska eftir þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.

Sautján hönnunarteymi óska eftir þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog. Fimm verða valin til þátttöku af matsnefnd.

Föstudaginn 20. desember 2019 var liðinn umsóknarfrestur um þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú á Fossvog.  Allar þátttökuóskir voru rafrænar og voru opnaðar í viðurvist fulltrúa Borgarlínunnar, Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar.  Mjög góð þáttaka var og bárust óskir um þátttöku frá 17 hönnunarteymum. Bæði frá innlendum og erlendum verkfræði- og arkitektastofum. Í flestum teymum er um að ræða samstarf nokkurra aðila.  Matsnefnd mun núna fara yfir umsóknirnar og velja 5 teymi til að taka þátt í hönnunarsamkeppninni.

Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir um miðjan janúar og að hönnunarsamkeppnin hefjist í framhaldinu.  Þau 5 hönnunarteymi sem verða valin munu fá greitt fyrir sitt framlag í samkeppninni. Að lokinni samkeppni er svo gert ráð fyrir að samið verði við sigurvegara samkeppninnar um fullnaðarhönnun nýrrar brúar yfir Fossvog.  Um nýja brú yfir Fossvog Ný brú yfir Fossvog mun bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar og Hlemms.  Gert er ráð fyrir brúnni í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar.  Á brúnni verður gert ráð fyrir hjóla- og göngustíg ásamt akreinum fyrir almenningssamgöngur sem tengjast stíga- og gatnakerfi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar. Ekki er gert ráð fyrir almennri umferð ökutækja um brúna að undanskildum tækjum nauðsynlegum vegna viðhalds, snjóhreinsunar og vegna neyðaraksturs.

Listi yfir umsækjendur:

Arkþing Nordic

Dr. techn. Olav Olsen As

EFLA hf.

Ferill verkfræðistofa

Hamar ehf

Hans Tryggvason

Kanon arkitektar

Krabbenhøft & Ingólfsson

Aps Ney & Partners

Rambøll Danmark A/S

Strendingur ehf.

Teiknistofan Tröð

Úti og Inni sf. arkitektar

Verkís Wilkinson

Eyre Architects

VSB Verkfræðistofa

VSÓ ráðgjöf ehf.