- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hreinsun gatna í Kópavogi er vel á veg komin en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár vegna milds tíðarfars seinni hluta vetrar.
Fyrstu hreinsun safn- og tengibrauta lýkur innan skamms. Þá er hreinsun húsagatna hafin og fyrstu hreinsun um fjórðungs gang- og hjólastíga lokið.
Byrjað var á háþrýstiþvotti á mestu umferðagötunum í byrjun febrúar en 15.mars hófst vorhreinsun gatna. Stefnt er á að ljúka fyrstu hreinsun í maílok en þess má geta að farin er önnur umferð yfir allar götur þegar fyrstu hreinsun er lokið.
Minnt er á að sett eru skilti í götur daginn áður en þær eru hreinsaðar og eru íbúar hvattir til að færa bíla sína til þess að sem best takist við við hreinsun þeirra.