Hreinsun gatna við erfiðar aðstæður

Aðstæður eru víða erfiðar sem sjá má.
Aðstæður eru víða erfiðar sem sjá má.

Mikið hefur mætt á snjómokstri undanfarið og hafa öll tæki verið úti og sinnt mokstri á götum og stígum eftir þeirri áætlun sem unnið er eftir hjá Kópavogsbæ.

Rigning og hlýindi breyta aðstæðum til hreinsunar gatna en sem fyrr eru öll tæki og mannskapur úti og verkefnin næg.

Vegna mikillar ofankomu í febrúar og veðrabrigða, er mikill klaki víðast hvar og aðstæður erfiðar til hreinsunar, einkum í íbúðargötum sem ekki eru í forgangi.

Undanfarið hefur mest verið notað af hjólagröfum í íbúðagötum sem fara hægt yfir, en ekki er unnt að nota stærri tæki vegna aðstæðna.

Ekki hefur verið jafn mikill snjór í svo langan tíma á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár, og víða hefur safnast upp skaflar og ruðningar. Íbúar hafa almennt sýnt aðstæðum skilning en fjölmargar ábendingar borist. Leitast er við að svara þeim eins fljótt og auðið er. Bent er á ábendingavef Kópavogsbæjar, vilji fólk koma ábendingum á framfæri.

Að lokum er vert að minna á að saltkistur er að finna víða um bæinn ef fólk vill nýta sér að salta við hús. Upplýsingar er að finna á kortavef Kópavogs.