Hreyfivika UMFÍ í Kópavogi

Hreyfivika
Hreyfivika

Kópavogur tekur í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku UMFÍ í ár. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fer fram um alla Evrópu dagana 21. til 27. september. Markmiðið er að fá hundrað milljónir Evrópubúa í viðbót til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Í tilefni vikunnar er boðið upp á alls konar viðburði tengda hreyfingu í Kópavogi. 

Meðal viðburða í Kópavogi eru opnir tímar í hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, samflot í Salalaug, hjólreiðar og skokk.

Yfirlit yfir viðburði í Kópavogi er að finna hér.  Yfirlit yfir alla viðburði á Íslandi er hér.

Hreyfivikan „MOVE WEEK“ er hluti af NowWeMOVE herferðinni. Markmið UMFÍ með Hreyfivikunni „MOVE WEEK“  er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu til heilsubótar. Mikill fjöldi samtaka um allan heim, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt að mörkum við að skipuleggja viðburði, kynna það starf sem þegar er til staðar og smita frá sér jákvætt hugarfar tengt hreyfingu í Hreyfivikunni.

Á Íslandi eru fjölmargir aðilar að skipuleggja spennandi viðburði sem allir geta tekið þátt í og sótt. NowWeMove herferðin er skipulögð af ISCA í samstarfi við Evrópu samtök hjólreiðamanna (ECF) og yfir 250 frjálsfélagasamtök um alla Evrópu.