- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Sett hefur verið upp hringsjá eða útsýnisskífa á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar í Smalaholti, nánar tiltekið vestur af Austurkór 179 í Rjúpnahæð. Hringsjáin er sett upp á landamerkjastöpul í holtinu og er ákaflega víðsýnt frá staðnum.
Gerð hringsjárinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðabæjar. Jakob Hálfdánarson útbjó skífuna en bæjarfélögin tilnefndu örnefnafróða menn sem fulltrúa sína. Frá Kópavogsbæ kom Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur og Sigurður Björnsson verkfræðingur frá Garðabæ. Kostnaður við verkið skiptist jafnt milli bæjarfélaganna. Þetta er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.
Göngustígur hefur verið lagður frá enda Austurkórs að hringsjánni og heldur hann áfram niður að Vífilsstaðavatni og reyndar alla leið í Heiðmörk.
Allir áhugasamir eru hvattir til að skoða skífuna, njóta útsýnisins og fræðast um örnefni.