Húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogs

Logo Kópavogs
Logo Kópavogs

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þriðjudaginn 23. febrúar lagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fram tillögu fyrir hönd meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að farið verði í breytingar á húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs sem rúmast innan gerðar fjárhagsáætlunar. Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum af 11 í bæjarstjórn Kópavogs.

 

Undanfarna mánuði hefur bæjarstjórn og starfshópur á hennar vegum skoðað kosti og galla þess að gera við núverandi húsnæði eða finna stjórnsýslu bæjarins annan stað.

Fyrir fundi bæjarstjórnar lá tillaga um að kjósa milli þeirra kosta sem starfshópurinn lagði til, viðgerð annars vegar og kaup á nýju húsnæði hins vegar.

Frávísun á þá tillögu og þar með á viðbótartillögu oddvita Samfylkingarinnar, Péturs Hrafns Sigurðssonar, um að byggja nýjar bæjarskrifstofur ofan á bílageymslu við Molann gegnt Salnum, var samþykkt af meirihluta bæjarstjórnar.