Hver verður næsti bæjarlistamaður Kópavogs?

Bæjarlistamaður ársins 2017 var Sigtryggur Baldursson sem hér er ásamt Margréti Örnólfsdóttur, heið…
Bæjarlistamaður ársins 2017 var Sigtryggur Baldursson sem hér er ásamt Margréti Örnólfsdóttur, heiðurslistamanni.

Þann 14. apríl rennur út skilafrestur á tillögum eða ábendingum um næsta bæjarlistamann Kópavogs en umsóknir og ábendingar skulu sendar á netfagnið menning@kopavogur.is. Lista-og menningarráð velur úr innsendum tillögum og ábendingum en bæjarlistamaður þarf að hafa lögheimili í Kópavogi og vera tilbúinn til að vinna að list og listsköpun í bænum hvort sem er á sviði tónlistar, myndlistar, ritlistar eða úr öðrum skapandi greinum. Núverandi bæjarlistamaður er Sigtryggur Baldursson en hann hefur m.a. haldið tónleika í Salnum og staðið fyrir tónsmíðanámskeiði fyrir unglinga í Kópavogi, en afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur á uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar þann 21. apríl nk.