Íbúar hreinsi frá tunnum

Tafir hafa orðið á sorphirðu í fannferginu en starfsfólk gerir sitt besta.
Tafir hafa orðið á sorphirðu í fannferginu en starfsfólk gerir sitt besta.

Íbúar eru beðnir um að hreinsa vel frá sorptunnum til þess að auðvelda sorphirðu. Tunnur sem ekki hefur verið hreinsað frá verða ekki tæmdar. Sorphirða gengur hægt í Kópavogi, hún féll niður í gær vegna færðar en hafist hefur verið handa í dag.

Öll tæki eru úti í snjómokstri og hófust handa í nótt.