Íbúasamráð í Smáranum

Smárahverfi
Smárahverfi

Fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 16.30 er boðað til íbúasamráðs í Smáraskóla. Fundurinn stendur í tvo klukkutíma. Á honum verða kynntar hugmyndir að deiliskipulagi sunna Smáralindar. Þá verður verkefnið hverfisáætlun Smárans kynnt og haldinn vinnufundur með íbúum. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, flytur ávarp í upphafi fundar og Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar, segir lokaorð. 

Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 tók gildi 24. febrúar 2014. Í aðalskipulaginu kemur m.a. fram að í kjölfar þess verði unnin hverfisáætlun fyrir hverfi fim í Kópavogi; Kársnes, Digranes, Smárann, Fífuhvamm og Vatnsenda. Þar munu koma fram nánari skilgreiningar og ákvæði fyrir hvert hverfi þar sem fjallað er fyrst og fremst um byggðina, þjónustu, umhverfi umferð og íbúa.
Með hverfisáætlun gefst íbúum frekari kostur á að fylgjast með og taka þátt í að
móta sitt nánasta umhverfi. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins
www.kopavogur.is/hverfisskipulag

Kópavogsbær hvetur íbúa til að mæta og láta í sér heyra.