Íbúasamráð um samgöngustefnu

Frá hjólreiðatúr grunnskólanema í Kópavogi sem efnt var til í tengslum við samgönguviku 2016.
Frá hjólreiðatúr grunnskólanema í Kópavogi sem efnt var til í tengslum við samgönguviku 2016.

Fimm íbúafundir vegna væntanlegrar samgöngustefnu, Nýju línunnar, verða haldnir í Kópavogi í nóvember og desember.

Á fundinum verður kynning á markmiðum nýrrar samgöngustefnu en við gerð hennar verða umhverfisvænar samgöngur hafðar að leiðarljósi.

Að lokinni stuttri kynningu um stefnuna, sem kölluð verður nýja línan, verður óskað eftir ábendingum íbúa. Unnið verður á þremur starfsstöðum, almenningssamgöngur, umferðaröryggi, gangandi og hjólandi. Íbúar eru hvattir til að mæta og koma með ábendingar um það sem þeim liggur á hjarta um samgöngur í Kópavogi.

"Við leggjum áherslu á umhverfisvænar samgöngur í nýrri samgöngustefnu og viljum stuðla að breyttum ferðavenjum. Það er því mjög mikilvægt að heyra sjónarmið íbúa um ferðavenjur, almenningssamgöngur og umferðaröryggi,” segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs sem situr í vinnuhópi um nýja samgöngustefnu.

Auk íbúafunda verður hægt að koma með ábendingar um umferðamál í gegnum hugmyndavef en hann verður opnaður í nóvember. Ábendingar íbúa verða hafðar til hliðsjónar við mótun nýrrar samgöngustefnu.

Fundirnir hefjast klukkan 17 og eru haldnir sem hér segir:

7. nóv Smáraskóli. Fyrir íbúa í Smárahverfi.

13. nóv Álfhólsskóli. Fyrir íbúa í Digranesi, það er skólahverfi Álfhóls-, Snælands- og Kópavogsskóla.

23. nóv Hörðuvallaskóli. Fyrir íbúa í Vatnsenda, það er skólahverfi Vatnsenda- og Hörðuvallaskóla.

27. nóv Lindaskóli. Fyrir íbúa í Linda- og Salahverfi.

5. des. Safnaðarheimilið Borgir, (Safnaðarheimili Kópavogskirkju). Fyrir íbúa á Kársnesi.