Íbúaþing í Engihjalla

Stjórn Íbúasamtaka Engihjalla efnir til íbúasamráðs og býður til fundar í Álfhólsskóla/Hjalla 8. nóvember 2014. Íbúaþingið hefst klukkan hálfellefu og því lýkur klukkan tvö. Íbúaþingið er haldið að frumkvæði íbúasamtakanna en umhverfissvið, skipulagsnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd hafa tekið höndum saman í verkefninu.

Helstu markmið íbúaþingsins eru að fá hugmyndir að endurnýjun, endurskipulagningu og viðhaldi sameiginlegrar lóðar sem mun nýtast til stefnumörkunar á framkvæmdum og sem hluti af langtímasýn. Á þinginu geta íbúar komið sjónarmiðum sínum á framhæfri svo að sem flestar hugmyndir og raddir heyrist.

Gert er ráð fyrir að börn, unglingar og fullorðnir taki þátt í þinginu og gert ráð fyrir sérstökum vinnuhópum ungmenna og barna á þinginu.

Íbúar eru hvattir til þess að taka með sér léttar veitingar á sameiginlegt hlaðborð en boðið verður upp á kaffi, gos og vatn.

Allir eru velkomnir.

Dagskrá:

10.30-11.00 Setning

11.00-11.10 Kynning á undirbúningsvinnu um nýtt skipulag

11.10-12.30 Umræður

12.30-13.00 Matur

13.00-13.30 Samantekt frá umræðum

13.30-14.00 Pallborðsumræður