Verkefnastjóri á menntasviði

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Kópavogsbær leitar að verkefnisstjóra í tímabundna verktöku við innleiðingu sérstakra verkefna á menntasviði.
Verkefnin tengjast aðgerðaráætlun og stuðningi við stofnanir sviðsins, meðal annars vegna nýsamþykktrar stefnu bæjarstjórnar Kópavogs um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin verða unnin í víðtæku samráði og samstarfi allra hagaðila.
Áhugasamir sendi inn upplýsingar um tímaverð m/vsk. ásamt ferilskrá og kynningarbréfi. Við val á verkefnisstjóra verður horft til reynslu af sambærilegum verkefnum, menntun og þekkingar á viðkomandi málaflokkum.
Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Kópavogsbæjar, á netfanginu annabs@kopavogur.is
Skila þarf gögnum/tilboði á netfangið annabs@kopavogur.is undir heitinu ´Verkefnastjóri´ eða í þjónustuver Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, fyrir kl. 14:00, þann  29. október 2018.
Kópavogsbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.