Íslenska sjávarútvegssýningin

Íslenska sjávarútvegssýningin fer fram 13.-15. september.
Íslenska sjávarútvegssýningin fer fram 13.-15. september.

Íslenska sjávarútvegssýningin hefst í dag en hún fer fram í Smáranum og Fífunni. Alls taka 500 sýnendur frá 22 löndum þátt. Sýningin stendur fram á föstudag. Áhersla sýningarinnar er á nýjar og framsæknar vörur og þjónustu í sjávarútvegi.  Þetta er í fjórða sinn sem Kópavogsbær er vettvangur sjávarútvegssýningarinnar.

Vegna sýningarinnar falla sumar æfingar niður hjá Breiðablik, nánari upplýsingar um það er að finna á vefsíðu Breiðabliks.