Íþróttahátíð í beinni

Íþróttahátíð Kópavogs fer fram föstudaginn 15.janúar.
Íþróttahátíð Kópavogs fer fram föstudaginn 15.janúar.

Íþróttahátíð Kópavogsverður streymt á vef Kópavogsbæjar. Háíðin er haldin föstudaginn 15.janúar, hún hefst klukkan 17.00 og lýkur klukkan 18.30.

Hátíðin er með öðru sniði en vanalega vegna Covid-19 og því er brugðið á það ráð að streyma frá viðburðinum.  Einungis handhöfum viðurkenninga er boðið á staðinn vegna samkomutakmarkana, en aðstandendum og öðrum áhugasömum bent á að fylgjast með hátíðinni á vefnum.

Hlekkur á viðburðinn verður settur inn á afhendingadag. 

Á íþróttahátíð Kópavogs er tilkynnt um kjör íþróttakarls og íþróttakonu ársins 2020 en auk þess eru veittar viðurkenningar til íþróttafólks vegna góðs árangurs 2020.

Dagskrá hátíðarinnar:

17:00    Viðurkenningar í flokki 13-16 ára.

              32 iðkendur úr hinum ýmsu greinum taka á móti viðurkenningu íþróttaráðs vegna árangurs á árinu 2020.

17:30    Lið ársins og Heiðursviðurkenning íþróttaráðs.

              Lið ársins fær viðurkenningu (4-5 fulltrúar liðsins mæta) og svo fá 3 aðilar heiðursviðurkenningu íþróttaráðs.

18:00    Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri og kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli ársins lýst.

              10 iðkendur (5 karlar og 5 konur) taka á móti viðurkenningu íþróttaráðs og í beinu framhaldi verður lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli ársins.