Íþróttahátíð Kópavogs

Íþróttahátíð Kópavogs verður send út í beinu streymi 13.janúar 2022.
Íþróttahátíð Kópavogs verður send út í beinu streymi 13.janúar 2022.

Íþróttahátíð Kópavogs fer fram fimmtudaginn 13.janúar. Hátíð hefst klukkan 18 og stendur í um klukkustund. Vegna samkomutakmarkana er viðburðurinn í streymi og án annarra gesta en handhafa viðurkenninga.

Á hátíðinni fær efnilegt íþróttafólk á aldrinum 13-16 ára viðurkenningu, flokkur ársins er kynntur, framúrskarandi íþróttafólk 17 ára og eldri fá viðurkenning og loks er tilkynnt um hver eru íþróttakarl og íþróttakona ársins 2021 í Kópavogi.

Íbúar gátu tekið þátt í valinu á íþróttafólki ársins. Skoða tilnefningar fyrir íþróttafólk ársins.

Þetta er í annað sinn sem íþróttahátíðin er í beinu streymi og án gesta, en fyrra var einnig farin sú leið vegna samkomutakmarkana stjórnvalda vegna útbreiðslu kórónaveiru.