Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 2014

Norma Dögg Róbertsdóttir íþróttakona Kópavogs 2014 og Birgir Leifur Hafþórsson íþróttakarl Kópavogs…
Norma Dögg Róbertsdóttir íþróttakona Kópavogs 2014 og Birgir Leifur Hafþórsson íþróttakarl Kópavogs 2014.

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Norma Dögg Róbertsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts  8. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Norma Dögg Róbertsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014.

Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts  8. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Birgir Leifur og Norma Dögg voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Meistaraflokkur HK í blaki var kjörinn flokkur ársins 2014 karla en liðið varð Íslands-,  bikar-  og deildarmeistari í blaki á árinu.

Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í höggleik á árinu 2014 og það í sjötta sinn á ferlinum. Birgir Leifur hefur mörg undanfarin ár verið fremsti kylfingur landsins og var fyrsti Íslendingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni árið 2007. Á erlendum vettvangi náði Birgir Leifur best 5. sæti á Nordic League mótaröðinni í Svíþjóð í september. Stærsta afrekið er þó að komast alla leið á lokastig úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi (European Tour). Árangur hans í því móti gaf honum þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu á næsta tímabili (Challenge Tour). Birgir Leifur er frábær fyrirmynd annarra kylfinga, reglusamur, vinnusamur og ávallt jákvæður. Hann er frábær liðsmaður, hvetjandi og drífandi.

Norma Dögg Róbertsdóttir

Norma Dögg er Íslandsmeistari í fjölþraut í áhaldafimleikum kvenna árið 2014.  Hún varð einnig Íslandsmeistari á stökki en í þeirri grein hefur Norma Dögg verið í algjörum sérflokki. Hún vann til  tvennra verðlauna á Norðurlandamótinu á árinu, silfur í stökki og bronsverðlaun í liðakeppni. Norma hefur um nokkurt skeið verið brautryðjandi í Norður Evrópu hvað varðar erfiðar æfingar í stökki og á gólfi og gerir í dag erfiðleikaæfingar á mjög háu stigi. Í keppni við bestu fimleikakonur heims náði hún frábærum árangri. Hún varð í 11. sæti í stökki á EM og í 18. sæti í stökki á Heimsmeistaramótinu nú í október. Þetta er besti árangur íslenskrar fimleikastúlku í áhaldafimleikum hingað til.

Viðurkenningar

Flokkur 17 ára og eldri:

Aníta Ósk Hrafnsdóttir sund, Berglind Björg Þorvaldsdóttir knattspyrna, Berglind Gígja Jónsdóttir blak, Birgir Leifur Hafþórsson golf, Birkir Gunnarsson tennis, Erla Ásgeirsdóttir skíði, Jón Margeir Sverrisson sund, Kristín Magnúsdóttir karate, Lúðvík Már Matthíasson blak, Norma Dögg Róbertsdóttir áhaldafimleikar, Sindri Hrafn Guðmundsson frjálsar íþróttir, Viktor Ben Gestsson kraftlyftingar.

Flokkur 13 til 16 ára:

Aníta Lóa Hauksdóttir dans,  Anna Soffía Grönholm tennis , Anton Magnússon tennis, Arna Katrín Kristinsdóttir karate, Brynjólfur Óli Karlsson sund, Elías Rafn Ólafsson blak,  Elísabet Ágústsdóttir golf, Elísabet Einarsdóttir blak, Elvar Kristin Gapunay dans, Gylfi Ingvar Gylfason frjálsar íþróttir, Hafþór Heiðar Birgisson hestaíþróttir, Iðun Rún Kristjánsdóttir  skíði, Ingi Rúnar Birgisson golf, Irma Gunnarsdóttir frjálsar íþróttir, Jón Dagur Þorsteinsson knattspyrna, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir borðtennis,  Kristín Amalía Líndal fimleikar, Kristín Edda Sveinsdóttir hjólreiðar,  Kristófer Dagur Sigurðsson handknattleikur,  Martin Bjarni Guðmundsson fimleikar, Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir knattspyrna, Ragnheiður Karlsdóttir sund, Ragnhildur Edda Þórðardóttir handknattleikur, Sara Lind Guðnadóttir dans, Snorri Beck Magnússon karate, Særós Ásta Birgisdóttir hestaíþróttir, Tandri Snær Traustason skíði.

Einnig voru afhentir fyrir hönd íþróttaráðs Kópavogs viðurkenningar fyrir árangur á alþjóðlegum vettvangi og heiðursviðurkenning íþróttaráðs.