Jazz- og blúshátíð í Kópavogi

Jazz- og blúshátíð Kópavogs.
Jazz- og blúshátíð Kópavogs.

Björn Thoroddsen gítarleikari verður með útgáfutónleika í Salnum, fimmtudaginn 3. október, en tónleikarnir marka upphaf þriggja daga Jazz- og blúshátíðar Kópavogs.  Bítlalögin verða í hávegum höfð á tónleikum Björns.  Sjálf hátíðin er styrkt af lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar en Björn skipuleggur hana.  Hátíðin stendur yfir til 4. október. Allir tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi og hefjast kl. 20:00.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:

3. október (fimmtudagur):
Bjössi og Bítlarnir - Útgáfutónleikar.

4. október (föstudagur):
Gítarhátíð Bjössa Thor – Árleg gítarveisla Bjössa Thor. Í ár verður kassagítarinn í  aðalhluterki, en auk Bjössa koma fram kanadíski blúsgítarleikarinn Tim Butler bandaríski snillingurinn Trevor Gordon Hall sem lætur gítarinn hljóma eins og heila hljómsveit og hinn fingrafimi Craig D'Andrea.

5. október (laugardagur)
Blús: Kanada vs. Kópavogur - Blústríó Tim Butler byrjar kvöldið með standara eftir Johnny Winther, Jimi Hendrix og fleiri. Þegar líður á kvöldið munu stíga á svið blúsarar sem tengjast Kópavogi á einn eða annan hátt. Þar má nefna á Tryggva Hubner, Kristján Hreinsson, Óskar Björn Bjarnason, Björgvin Birki Björgvinsson, Ólaf Þór Kristjánsson, Dag Sigurðsson og Rannveigu Ásgeirsdóttur.