Jólakort og jólaviðburðir í Kópavogi

Mikið var sungið á Aðventuhátíð í Kópavogi, hér er Salka Sól ásamt kór Hörðuvallaskóla.
Mikið var sungið á Aðventuhátíð í Kópavogi, hér er Salka Sól ásamt kór Hörðuvallaskóla.

Jólalegir viðburðir af ýmsum toga eru á dagskrá í Kópavogi á aðventunni. Til að auðvelda áhugasömum að fá yfirsýn yfir jólastemninguna er nú hægt að skoða viðburðadagskrá á menningarvef bæjarins. Þar er líka að finna kort sem sýnir staðsetningu viðburðanna sem eru víðs vegar um bæinn.

Meðal þess sem er á dagskrá á næstunni í Kópavogi eru tónleikar Kópavogskóra í kirkjum bæjarins, jólaleikrit í Guðmundarlundi, Mugison tónleikar á Mossley, klassískir tónleikar í Sundlaug Kópavogs og fjölmargir jólatónleikar í Salnum.

Kópavogsbær er nú kominn í jólaskrúðann og jólaljós komin upp um allan bæ. Jólatré bæjarins er á túninu við menningarhúsin en þar er sérlega fallegt tré ættað úr austurbæ Kópavogs. Þá lýsir jólastjarnan á Hálsatorgi upp gestum og gangandi.

Áhugasömum er bent á að senda inn upplýsingar um viðburði á meko@kopavogur.is ef áhugi er að fá viðburð skráðan í viðburðadagatalið.

Skoða jólaviðburði