Jólaljós í Kópavogi

Jólaljósin lýsa upp skammdegið.
Jólaljósin lýsa upp skammdegið.

Kópavogsbær hefur hafið uppsetningu jólaljósa í bænum og er þegar búið að tendra jólaljós við Menningarhúsin í Kópavogs og í næsta nágrenni þeirra, við Bæjarskrifstofur Kópavogs og á Hálsatorgi. Næstu daga og vikur mun bætast jafnt og þétt við jólaskreytingarnar.

Kópavogsbær er heldur fyrr á ferðinni í ár en undanfarið og leggur þannig sitt af mörku við að lýsa upp skammdegið og veita birtu inn í samfélagið á þessum óvenjulegu tímum.