Jólastjarnan í Kópavogi

Jólastjarnan á Hálsatorgi hefur vakið verðskuldaða athygli.
Jólastjarnan á Hálsatorgi hefur vakið verðskuldaða athygli.

Nýtt jólaskraut í miðbæ Kópavogs setur svip sinn á umhverfið en aukið hefur verið við jólaskraut í miðbænum í ár.

Ný tólf arma jólastjarna á Hálsatorgi vakið verðskuldaða athygli en auk hennar hefur verið aukið við jólaskreytingar á Menningarhúsunum, Bæjarskrifstofum Kópavogs og víðar í bænum.

Jólatré bæjarins er einstaklega fallegt en það kemur úr garði í Kópavogi. Tréð er tólf metra hátt og skartar stjörnu á toppinum. Tendrað var á ljósum þess á aðventuhátíð bæjarins en það stendur líkt og undanfarin ár á útisvæði við Menningarhúsin í Kópavogi.