Jólin eru komin í Kópavogi - Ásdís Kristjánsdóttir tendraði á trénu

Tendrað á jólatrénu
Tendrað á jólatrénu

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, tendraði á trénu með þeim Sölku Sól og Rófu Jólastelpu og sérlegur aðstoðarmaður bæjarstjóra var Bryndís Helga Bergmann

Tréð í ár er sitkagreni, kemur úr Guðmundarlundi og er tæpir 13 metrar á hæð.

Dagskrá húsanna var með glæsilegasta móti, jólasveinar og Tufti, jólatröllið, skemmtu á útisvæðinu. Salka Sól kynnti og tók lagið með Skólahljómsveit Kópavogs, Sunna Ben þeytti skífum, Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir töfruðu fram hátíðlega tóna, alls kyns föndur og góðgæti frá Úkraínu var á boðstólum svo eitthvað sé upptalið.

Á morgun verður Jólalundurinn opnaður í Guðmundarlundi, en það er opið þar alla sunnudaga á aðventu, milli 12 og 15.

Það er nóg um að vera á aðventunni í Kópavoginum, menningarhúsin bjóða upp á fjölda af viðburðum, Kópavogsdalurinn er ljósum prýddur og því tilvalið að rölta um og njóta þar, svo mælum við auðvita með sundlaugunum okkar.

Tufti jólatröllið