Vatn komið á

Kaldavatnslaust er í hluta Kópavogs.
Kaldavatnslaust er í hluta Kópavogs.

Kl 9.10: Vatn er komið aftur á í þeim hluta Kópavogs sem var vatnslaus í morgun. Athugið að það gæti verið loft í lögnum, sem þýðir að vatn rennur ekki alveg eðlilega þegar skrúfað er frá krana.

Ekki fullur þrýstingur á kerfinu eins og sakir standa en þrýstingur byggist upp eftir því sem líður á daginn.

Kerfisbilun orsakaði vatnsleysið í morgun.

Eldri tilkynning:

Kaldavatnslaust er í hluta Kópavogs, austan Reykjanesbrautar, það er að segja, Hvörfum, Þingum, Kórum og hluta Salahverfis.

Ekki er vitað um orsök bilunar. Unnið er að viðgerð og nánari upplýsingar verða veittar um leið og þær berast.