Kársnesskóli verði rifinn

Kársnesskóli Skólagerði.
Kársnesskóli Skólagerði.

Tillaga starfshóps um húsnæðismál Kársnesskóla, Skólagerði, var samþykkt einróma í Bæjarstjórn Kópavogs þriðjudaginn 27.júní.

Í tillögunni felst að Kársnesskóli verður rifinn, starfsemi verður í Vallargerði á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir og að nýr starfshópur verði skipaður til að vinna að hönnun nýrrar byggingar skólans.

Bæjarstjórn samþykktir á fundi 13.júní að fresta ákvörðun um niðurrif Kársnesskóla til 27.júní. Þann 20. júní var haldinn íbúa- og samráðsfundur þar sem staða húsnæðis var kynnt ásamt valkostum í stöðunni.