Konungar valsanna í tónlistarsafninu

Sigurþór Heimisson leikari túlkar Strauss, segir sögu sína og tæpir líka á sögu íslenskra þjóðdansa…
Sigurþór Heimisson leikari túlkar Strauss, segir sögu sína og tæpir líka á sögu íslenskra þjóðdansa.

Tónlistarsafn Íslands hefur að undanförnu tekið á móti áhugasömum skólakrökkum og frætt þá um sögu tónlistar og fleira. Tónlistarsafnið er eitt af glæsilegum söfnum Kópavogsbæjar og er á menningarholtinu svokallaða, skáhalt á móti Gerðarsafni.

Í þessari skemmtilegu dagskrá sem nú er í boði er Tónlistarsafni Íslands breytt í klassískt diskótek. Konungur valsanna Johann Strauss mætir á staðinn í eigin persónu og segir frá lífi sínu. Hann kynnir líka klassíska samkvæmistónlist fyrri alda, sem ef til vill er ekki sú tónlist sem við dönsum oftast í dag.

Sigurþór Heimisson leikari túlkar Strauss, segir sögu sína og tæpir líka á sögu íslenskra þjóðdansa.

Sýndar eru glærur og myndskeið á vegg til að lífga frásögnina og Elísabet Waage hörpuleikari spila Vals-Polka og Galop eftir Strauss og fleiri tónskáld.