Kópavogsbær á Workplace

Workplace er samskiptamiðill fyrir fyrirtæki.
Workplace er samskiptamiðill fyrir fyrirtæki.

Kópavogsbær hefur formlega innleiðingu á samskiptamiðlinum Workplace 9. mars. Sveitarfélagið slæst þannig í hóp fjölmargra fyrirtækja og annarra sveitarfélaga sem hafa tekið hugbúnaðinn í notkun fyrir starfsmenn sína. 

Workplace er samskiptamiðill fyrir fyrirtæki. Hann líkist Facebook í notkun og hentar vel til að miðla tilkynningum og fréttum auk þess að vera fyrirtaks vettvangur fyrir samráð um verkefni og starfsmannafélög. 

Með innleiðingu á Workplace er þess vænst að upplýsingaflæði á meðal starfsmanna Kópavogsbæjar aukist og samvinna og samráð verði einfaldari.

Workplace er ekki Facebook, þótt hugbúnaðurinn komi frá sama aðila. Útlitið, viðmótið og virknin er sú sama. Engar upplýsingar flæða á milli Facebook og Workplace. Workplace er vinnutól á meðan Facebook er persónulegur samskiptamiðill einstaklinga. Hægt er að hafa bæði Workplace og Facebook opin í sama vafra og hoppa auðveldlega á milli. Upplýsingar sem starfsmenn setja inn á Workplace eru í eigu Kópavogsbæjar og aðgangurinn að Workplace tengist vinnunetfangi.

Nánari upplýsingar